Styður ekki þjóðaratkvæði um Icesave

00:00
00:00

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra tel­ur ekki ástæðu til þess að frum­varp um Ices­a­ve fari í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Hann hafn­ar því líka að málið hafi farið á ein­hverri hraðferð í gegn um þingið.

Stein­grím­ur sagði þetta eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund í morg­un, en eft­ir há­degið hefst þriðja umræða um Ices­a­ve-málið. Stein­grím­ur sagðist ekki sjá ástæðu til þess að senda þetta mál í al­menna at­kvæðagreiðslu hjá þjóðinni. Hann sagði það mis­skiln­ing að málið hefði fengið ein­hverja hraðferð í þing­inu. Málið hefði verið ít­ar­lega rætt í fyrstu og ann­arri umræðu og í nefnd­um þings­ins.

Stein­grím­ur ít­rekaði það sem hann hef­ur áður sagt, að Ices­a­ve-málið stæði í vegi fyr­ir end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins og mik­il­vægt væri að ljúka mál­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka