Talaði aldrei um mútur

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Kristinn

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagði á Alþingi í dag að hann hefði ekki viðhaft orðið mút­ur um Flóa­hrepp, Lands­virkj­un og aðra í umræðum í gær.

Stein­grím­ur kom í ræðustól til að bera af sér sak­ir og sagðist aldrei hafa talað um mút­ur eins og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefði lagt hon­um í munn.

Þing­menn stjórn­arn­and­stöðunn­ar brugðust hart við þess­um um­mæl­um Stein­gríms. Gunn­ar  Bragi Sveins­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði ráðherr­ann hafa talað um hvort menn eða fyr­ir­tæki væru að kaupa sér niður­stöðu. „Get­ur verið að fjár­málaráðherra hafi meint mút­ur?" sagði Gunn­ar Bragi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert