Tekinn með 2.000 skammta af stinningarlyfi

Kamagra pillur og hlaup.
Kamagra pillur og hlaup.

Skammt er stórra högga á milli hjá tollgæslunni. Á miðvikudaginn í liðinni viku fundu tollverðir um 500 skammta af stinningarlyfinu Kamagra í gámi um borð í Arnarfelli þegar skipið kom til Reykjavíkur. 

Daginn eftir fundu tollverðir á Keflavíkurflugvelli um 2.000 skammta af sama lyfi í farangri Íslendings sem var að koma til landsins frá Taílandi, með millilendingu í Kaupmannahöfn. Maðurinn er rúmlega fimmtugur.

Samkvæmt upplýsingum frá Tollstjóra telst þessi innflutningur á lyfinu vera brot á lyfjalögum og varðar því væntanlega sektum, ekki fangelsi.



Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert