Þingfundur fram á nótt

Alþingi ætlar að ræða Icesave-málið fram á nótt.
Alþingi ætlar að ræða Icesave-málið fram á nótt. mbl.is/Ernir

Þingfundur mun standa fram á nótt, eftir því sem þingmenn samþykktu í kvöld. Ragnheiður Ríkharðsdóttir sem stýrir þingfundi bar það undir þingmenn hvort þingfundur geti staðið fram yfir miðnætti.

Þingmenn voru ekki á eitt sáttir um það að halda umræðum áfram fram á nótt. Nokkrir spurðu um hvað liggi á að keyra málið í gegn. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði hvers vegna stjórnarmeirihlutanum liggi svo á að ljúka málinu. „Getur verið, frú forseti, að nú sé verið að flýja lýðræðið?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert