Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu

Þingmenn Hreyfingarinnar og þrír þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram breytingartillögu við frumvarp um Icesave-samkomulagið þess efnis að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort fjármálaráðherra fái heimild til að staðfesta samkomulagið.  

Um er að ræða alla þrjá þingmenn Hreyfingarinnar og þau Höskuld Þórhallsson, Eygló Harðardóttur og Vigdísi Hauksdóttur, þingmenn Framsóknarflokks.

Í nefndaráliti Þórs Saaris, þingmanns Hreyfingarinnar, segir að þar sem um sé að ræða opinn tékka á greiðslur til Breta og Hollendinga frá íslenskum almenningi, greiðslur sem eingöngu verði  greiddar með aukinni skattheimtu eða frekari niðurskurði í heilbrigðis-, velferðar- og menntamálum, sé það alveg einboðið að þjóðin sjálf fái að ákveða hvort farið verður í þessa vegferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka