Umræða um Icesave hafin

Þriðja um síðasta umræða um Icesave-frumvarpið er hafin á Alþingi.
Þriðja um síðasta umræða um Icesave-frumvarpið er hafin á Alþingi.

Þriðja og síðasta umræða er nú haf­in á Alþingi um Ices­a­ve-frum­varpið svo­nefnda. Odd­ný G. Harðardótt­ir, formaður fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is, er gerði grein fyr­ir af­stöðu meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar, sem legg­ur til að frum­varpið verði samþykkt.

Umræðan hófst eft­ir fund þing­flokka og for­seta þings­ins. Þar náðist sam­komu­lag að tals­menn minni­hluta­flokk­anna, sem þurfa að mæla fyr­ir nefndaráliti, fá lengri ræðutíma en aðrir.

Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, spurði Odd­nýju hvaða lík­ur hún teldi á að dóms­mál, sem Bret­ar og Hol­lend­ing­ar kynnu að höfða vegna Ices­a­ve, myndi tap­ast  og hvaða lík­ur hún teldi á að slíku máli yrði vísað frá.

Odd­ný sagði, að fjór­ir sér­fræðing­ar hefðu farið yfir þetta mál. Þar kæmi fram að ekki væri hægt að úti­loka að dóm­ur félli á þann veg að fall­ist yrði á all­ar kröf­ur Breta og Hol­lend­inga og ekki væri held­ur hægt að úti­loka að kröf­ur Breta og Hol­lend­inga yrðu ekki tekið til greina.

Sagði Odd­ný að ef far­in yrði dóm­stóla­leið í stað viðun­andi samn­ings væru Íslend­ing­ar að taka stór­kost­lega áhættu. Unn­ur Brá sagði hins veg­ar að það hefði ekki verið rætt nægi­lega í þing­inu hvaða mögu­leika Íslend­ing­ar eigi í dóms­máli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert