Umræða um Icesave hafin

Þriðja um síðasta umræða um Icesave-frumvarpið er hafin á Alþingi.
Þriðja um síðasta umræða um Icesave-frumvarpið er hafin á Alþingi.

Þriðja og síðasta umræða er nú hafin á Alþingi um Icesave-frumvarpið svonefnda. Oddný G. Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, er gerði grein fyrir afstöðu meirihluta nefndarinnar, sem leggur til að frumvarpið verði samþykkt.

Umræðan hófst eftir fund þingflokka og forseta þingsins. Þar náðist samkomulag að talsmenn minnihlutaflokkanna, sem þurfa að mæla fyrir nefndaráliti, fá lengri ræðutíma en aðrir.

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði Oddnýju hvaða líkur hún teldi á að dómsmál, sem Bretar og Hollendingar kynnu að höfða vegna Icesave, myndi tapast  og hvaða líkur hún teldi á að slíku máli yrði vísað frá.

Oddný sagði, að fjórir sérfræðingar hefðu farið yfir þetta mál. Þar kæmi fram að ekki væri hægt að útiloka að dómur félli á þann veg að fallist yrði á allar kröfur Breta og Hollendinga og ekki væri heldur hægt að útiloka að kröfur Breta og Hollendinga yrðu ekki tekið til greina.

Sagði Oddný að ef farin yrði dómstólaleið í stað viðunandi samnings væru Íslendingar að taka stórkostlega áhættu. Unnur Brá sagði hins vegar að það hefði ekki verið rætt nægilega í þinginu hvaða möguleika Íslendingar eigi í dómsmáli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert