13,7% hækkun á áburði milli ára

Kristján Kristjánsson

Fóðurblandan hefur birt verðskrá fyrir áburð, en samkvæmt henni hækkar áburður um 13,7%.

Tvö fyrirtæki sem flytja inn áburð hafa birt verðskrá og er í báðum tilvikum um hækkun að ræða frá því verði sem gilti í fyrra.

Fóðurblandan er að mestu með sömu áburðartegundir og í fyrra og því einfalt að bera saman verð milli ára.  Hækkunin er 13,7% ef 10% pöntunar- og staðgreiðsluafsláttur er nýttur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert