Atkvæði verða greidd um Icesave-frumvarpið á Alþingi í dag klukkan 13:30 en lokaumræða um frumvarpið stóð yfir til klukkan 2:38 í nótt.
Frumvarpið var samþykkt eftir 2. umræðu á Alþingi með 40 atkvæðum gegn 11. Í dag verða greidd atkvæði um frumvarpið en einnig um þrjár breytingartillögur sem lagðar hafa verið fram, þar af tvær um að það verði háð niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort lögin taki gildi.
28.175 höfðu í morgun skrifað undir áskorun til Alþingis á vefnum kjosum.is um að hafna frumvarpinu en ella að forseti Íslands synji lögunum samþykkis og vísi málinu þannig í þjóðaratkvæðagreiðslu.