Enn hækkar eldsneytið

Eldsneytisverð hækkaði í dag hjá öllum olíufélögunum. Verð á bensínlítra hækkaði um tæpar 2 krónur og er algengt verð í sjálfsafgreiðslu frá 218 krónum til 219,90 króna.

Verð á dísilolíu hækkaði um 4,50 krónur og er nú frá 223,80 krónum til 224,40 króna lítrinn. Hefur eldsneytisverð aldrei verið hærra hér á landi en nú.

Hæsta verðið á bensíni er nú að finna hjá Shell en þar kostar 98 oktana bensín 237,50 krónur lítrinn ef þjónusta er þegin á bensínstöðvum félagsins. Dísilolían kostar  230,40 krónur lítrinn með þjónustu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert