„Falsmálflutningur"

Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag.
Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag. mbl.is/Ómar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sagði í atkvæðagreiðslu um Icesave-frumvarpið, að það væri falsmálflutningur að fullyrða að Íslendingar sleppi undan öllum skuldbindingum með því að láta reyna á réttarstöðu sína í málinu.

Bjarni, sem studdi frumvarpið, sagði að ákvörðunin sem þingmenn stæðu frammi fyrir væri í aðra röndina ákvörðun sem lyti að því hvort Íslendingar hefðu yfir höfuð áhuga á að leysa deilumál við nágrannaþjóðir sínar með samningum.

„Ég tel að hér sé kominn fram ásættanlegur samningur  en saga þingsins geymir fjölmörg dæmi um það, að þegar gengið hefur verið til slíkra samninga áður hafa þeir, sem hafa verið andsnúnir því, stigið upp og sagt: Landráð, svik við íslensku þjóðina. Og það er að endurtaka sig hér," sagði Bjarni. 

Hann sagðist hafa komist að skýrri niðurstöðu um það hvor kosturinn væri betri: að ganga að samningsniðurstöðunni eða láta reyna á réttarstöðu Íslendinga.

„En þeir sem eru annarrar skoðunar hafa ekkert leyfi til að stíga hér upp og fullyrða við íslensku þjóðina að  við sleppum undan öllum skuldbindingum með því að láta reyna á réttarstöðu okkar. Það er rangt, það er falsmálflutningur og þingið á að hefja sig upp yfir slíka hluti í jafn alvarlegu máli og við ræðum um hér," sagði Bjarni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert