Seðlabankinn neitar að afhenda drög að skýrslu um erlenda stöðu þjóðarbúsins sem þingmönnum fjárlaganefndar var afhent í trúnaði í fyrrakvöld.
„Mér þykir algjörlega óásættanlegt að það eigi að klára þetta mál á sama hátt og það byrjaði, með því að þingmenn fái ekki grundvallarupplýsingar um málið, en sé samt ætlað að taka afstöðu til þess,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um skýrsludrögin.