Málþing um þjóðareign á auðlindum

Landssamtök landeigenda standa fyrir málþingi á morgun um þjóðareign á auðlindum. Lögfræðingar fjalla um efnið og síðan verða pallborðsumræður með framsögumönnum.

Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi fer fram á Hótel Sögu á morgun, í Harvardsal 2, og hefst klukkan 14. 

Á málþinginu sem hefst í Harvardsal klukkan 15.30 hafa Sigurður Líndal prófessor, Sigurður Tómas Magnússon prófessor og Sigurður Jónsson hrl. framsögu um þjóðareign á auðlindum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert