Metanið margborgar sig

Af 534 leigubílum á höfuðborgarsvæðinu eru aðeins fjórir knúnir áfram …
Af 534 leigubílum á höfuðborgarsvæðinu eru aðeins fjórir knúnir áfram með metani. mbl.is/Ómar

Samkvæmt hagkvæmniathugun, sem unnin var sem meistaraprófsverkefni frá RES-orkuskólanum á Akureyri, margborgar það sig fyrir leigubílstjóra á stór-höfuðborgarsvæðinu að láta breyta bensínbíl í metanbíl.

Myndi sú fjárfesting borga sig upp á 11-15 mánuðum miðað við núverandi verð á metani og bensíni, allt eftir tegundum bíla og akstri, auk þess sem útblástur mengandi efna myndi minnka, að nituroxíði undanskildu. Er þá gert ráð fyrir meira en 20 þúsund km akstri yfir árið.

Hannes Arnórsson vann verkefnið og varði ritgerð sína á dögunum. Hann metur ávinninginn fyrir þjóðarbúið, ef allir bensínknúnir leigubílar notuðu metan og innflutningur á bensíni minnkaði sem því næmi. Að frádregnum sköttum myndi sparast á ári rúmlega hálf milljón dollara í bensíninnkaupum, eða að jafnvirði um 60 milljónir króna.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ástgeir Þorsteinsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, leigubílstjóra byrjaða að spá alvarlega í metanbíla og tvinnbíla, ekki síst núna þegar bensín- og dísilverð er komið vel yfir 200 krónur á lítra.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert