Ölduhæð hamlar dælingu

Sanddæluskipið Skandia.
Sanddæluskipið Skandia.

Sanddæluskipið Skandia varð frá að hverfa í morgun við Landeyjarhöfn í morgun vegna ölduhæðar. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins sem gerir skipið út, segir að ölduhæð hafi verið um 2,8 metrar, en skipið getur ekki athafnað sig ef ölduhæð fer upp fyrir 2 metra.

Jón sagðist efast um að reynt verði að hefja dælingu síðar í dag, en veðurútlit sé betra á morgun.

Lóðsinn mældi dýpi við Landeyjarhöfn í gær og sýndi mælingin sömu niðurstöðu og áður að ekki þyrfti að dæla miklu til að tækist að opna höfnina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert