Stjórn Sambands Ungra framsóknarmanna hefur samþykkt ályktun þar sem skorað er á forseta Íslands að vísa nýsamþykktum Icesave-lögum til þjóðarinnar.
„Icesave málið snertir hagsmuni okkar allra sem og komandi kynslóða. Ljóst er að um miklar skuldbindingar byggðar á löglausum kröfum er að ræða og liggur það því beinast við að spyrja eigendur ríkissjóðs, íslensku þjóðina um leyfi. Ef ekki verða Icesave-lögin sem opið sár sem aldrei grær og eilífðar þrætuepli í íslensku samfélagi," segir í ályktunninni.
Þá segist stjórn SUF harma að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sé ekki lengur sannfærður um að þjóðin sé tæk til að taka afstöðu í
þjóðaratkvæðagreiðslu í jafn mikilvægu máli sem Icesave er.
Vísað er til ummæla Steingríms á Alþingi Íslendinga 4. mars 2003 þar sem hann sagði: „Stundum heyrist að vísu einstaka hjáróma rödd um að sum mál séu
svo flókin að þau henti ekki í þjóðaratkvæði. Það er einhver
allra ömurlegasti málflutningur sem ég heyri. Menn geta alveg eins haft
ónefnd orð um gáfnafar þjóðarinnar, og það ætla ég a.m.k. ekki
að gera.“