„Sýndardómur“

00:00
00:00

„Þetta er ekk­ert annað en sýnd­ar­dóm­ur“, seg­ir Birna Gunn­ars­dótt­ir syst­ir eins sak­born­ings eft­ir að dóm­ur í máli ní­menn­ing­anna féll í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í morg­un.

Ragn­ar Aðal­steins­son, lögmaður hinna ákærðu, seg­ir óljóst hvort dómn­um verið áfrýjað. Fullt var út úr dyr­um í rétt­ar­saln­um og biðu marg­ir fyr­ir utan sal­inn.

Niðurstaða Héraðsdóms varð sú að Andri Leó Lemarquis var dæmd­ur í 4 mánaða skil­orðsbundið fang­elsi, Þór Sig­urðsson í 60 daga skil­orðsbundið fang­elsi og Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir og Stein­unn Gunn­laugs­dótt­ir, voru dæmd­ar í 100 þúsund króna sekt. Aðrir voru sýknaðir.

Héraðsdóm­ur sýknaði meðal ann­ars alla sak­born­ing­ana af ákæru fyr­ir að hafa í fé­lagi framið brot gegn vald­stjórn­inni. Vís­ar dóm­ur­inn til þess, að sak­born­ing­arn­ir hafi neitað því að hafa farið inn í þing­húsið með það í huga að beita starfs­menn þings­ins of­beldi eða hindra þá í störf­um.

Þá bendi framb­urðir vitna og gögn í mál­inu, svo sem mynd­skeið, ekki til þess að átök­in við þing­verði og lög­reglu hafi verið und­ir­bú­in. Þá hafi ekki verið leitt í ljós í mál­inu að fólkið hafi haft í frammi hót­an­ir gagn­vart lög­reglu og þing­vörðum. 

Dóm­ur Héraðsdóms Reykja­vík­ur

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert