Tillaga um meiri loðnukvóta

Haf­rann­sókna­stofn­un legg­ur til að loðnu­kvót­inn verði auk­inn um 65 þúsund tonn og verði alls 390 þúsund tonn.

Er til­lag­an lögð fram í ljósi nýrr­ar mæl­ing­ar á loðnu­göng­um við aust­an- og sunn­an­vert landið. Stærð veiðistofns­ins sam­kvæmt þess­um mæl­ing­um er 608 þúsund tonn af kynþroska loðnu.

Áður en þessi mæl­ing fór fram er áætlað að veidd hafi verið 180 þúsund tonn af loðnu og því er áætluð stærð stofns­ins, sem lögð er til grund­vall­ar afla­marks­út­reikn­ing­um, 788 þúsund tonn. Gild­andi afla­regla ger­ir ráð fyr­ir að 400 þúsund tonn séu skil­in eft­ir til hrygn­ing­ar.

Í ljósi þess legg­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­in til að leyfi­leg­ur há­marks­afli á vertíðinni 2010/​2011 verði ákveðinn 390 þúsund tonn. Er það 65 þúsund tonna aukn­ing frá fyrri til­lögu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert