Breytingartillaga Þórs Saari um að Icesave-samningunum yrði vísað til þjóðaratkvæðis var felld með 33 atkvæðum gegn 30 atkvæðum.
Þingmenn Framsóknarflokks, Hreyfingarinnar og Sjálfstæðisflokks studdu tillöguna. Allir þingmenn Samfylkingar og VG greiddu atkvæði gegn tillögu um þjóðaratkvæði nema Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir þingmenn VG.