17 milljarða fjárfesting

Helguvík.
Helguvík. www.mats.is

Gert er  ráð fyrir að framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjist í byrjun sumars. Verksmiðjuhús munu rísa á 20 mánuðum og eru um 300 ársverk áætluð á framkvæmdatíma. Miðað er við að starfræksla kísilversins hefjist um mitt ár 2013.

Um 90 manns  fá vinnu við verksmiðjuna til frambúðar og er þar um að ræða sérfræðinga af ýmsu tagi, iðnaðarmenn og ófaglærða.  Heildarfjárfesting í verkefninu nemur  110 milljónum evra eða jafnvirði rúmlega 17 milljarða íslenskra króna.

Skrifað var undir samninga um verkið í dag. Að verksmiðjunni stendur Íslenska kísilfélagið ehf., sem er í meirihlutaeigu bandaríska fyrirtækisins Globe Speciality Metals.

Skrifað var undir fjárfestingarsamningar milli stjórnvalda, Reykjanesbæjar og Íslenska kísilfélagsins. Einnig var gengið frá orkusamningi við HS Orku, hafnarsamningi við Reykjaneshöfn og viljayfirlýsingu um orkuflutninga við Landsnet. Loks var tilkynnt í dag um samninga  á milli Landsvirkjunar og Kísilfélagsins um sölu á orku til kísilversins.

Íslenska kísilfélagið hyggst reisa 40.000 tonna kísilmálmverksmiðju í Helguvík á Suðurnesjum. Raforkuþörf verksmiðjunnar er 65 MW og mun Landsvirkjun fyrst um sinn útvega verksmiðjunni 35 MW og HS Orka 30 MW.  Í samningnum er gert ráð fyrir að Landsvirkjun sinni allri raforkuþörf verksmiðjunnar frá 1. janúar 2016.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert