Á ekki að spyrja svona vitleysislegra spurninga

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði á Alþingi í dag, að þing­menn ættu ekki að spyrja jafn vit­leys­is­legra spurn­inga og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, spurði hana um sam­ráðshóp í at­vinnu­mál­um.

Þor­gerður Katrín spurði Jó­hönnu hvort það væri ekki al­veg ljóst, að ef sam­ráðshóp­ur­inn kæm­ist að þeirri niður­stöðu að nýta eigi auðlind­ir lands­ins og lækka skatta til að koma at­vinnu­líf­inu af stað, yrði farið að þeim til­lög­um. 

Jó­hanna sagðist binda mikl­ar von­ir við vinnu sam­ráðshóps­ins. „Auðvitað er þetta ekki nefnd upp á punt sem ekk­ert á að fara eft­ir," sagði Jó­hanna. „Þingmaður­inn get­ur sagt sér það sjálf­ur og á ekki að spyrja svona vit­leys­is­legra spurn­inga." 

Þor­gerður Katrín sagðist ætla að leyfa sér að halda áfram að spyrja vit­leys­is­legra spurn­inga. Sagðist Þor­gerður Katrín ekki vera sú eina í sam­ráðshópn­um, sem hefði áhyggj­ur af því að hóp­ur­inn hefði í raun ekk­ert umboð því for­sæt­is­ráðherra myndi koma í kjöl­farið og strika yfir þær niður­stöður hóps­ins sem henni líkaði ekki. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka