Á ekki að spyrja svona vitleysislegra spurninga

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag, að þingmenn ættu ekki að spyrja jafn vitleysislegra spurninga og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hana um samráðshóp í atvinnumálum.

Þorgerður Katrín spurði Jóhönnu hvort það væri ekki alveg ljóst, að ef samráðshópurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að nýta eigi auðlindir landsins og lækka skatta til að koma atvinnulífinu af stað, yrði farið að þeim tillögum. 

Jóhanna sagðist binda miklar vonir við vinnu samráðshópsins. „Auðvitað er þetta ekki nefnd upp á punt sem ekkert á að fara eftir," sagði Jóhanna. „Þingmaðurinn getur sagt sér það sjálfur og á ekki að spyrja svona vitleysislegra spurninga." 

Þorgerður Katrín sagðist ætla að leyfa sér að halda áfram að spyrja vitleysislegra spurninga. Sagðist Þorgerður Katrín ekki vera sú eina í samráðshópnum, sem hefði áhyggjur af því að hópurinn hefði í raun ekkert umboð því forsætisráðherra myndi koma í kjölfarið og strika yfir þær niðurstöður hópsins sem henni líkaði ekki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka