Ekkert að söfnuninni

Af vefnum kjósa.is.
Af vefnum kjósa.is.

„Það er mín skoðun að núverandi fyrirkomulag uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til undirskriftar á borð við þessa,“ skrifar Marínó G. Njálsson, fv. formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, um gagnrýni á undirskriftasöfnun vegna Icesave-málsins. Marínó veitti aðstandendum söfnunarinnar ráðgjöf.

„Er söfnunin marklaus, ef allt að 10% skráninga er skemmdarverk?  Nei, alveg afdráttarlaust ekki.  Þó svo að 20% skráninga væri skemmdarverk, þá er söfnunin ekki marklaus.  Hin 80-90% eru þó a.m.k. heiðarlegar skráningar,“ skrifar Marínó og bregst þar með við þeirri gagnrýni Teits Atlasonar bloggara að söfnunin sé marklaus.

Eru rök Teits þau að hægt sé að skrá bullnöfn inn á síðuna sem hátt í 40.000 manns hafa nú skráð sig á. Marínó svarar þessu svona:

„Til að hafa ferlið eins einfalt og hægt er, þá er samanburður á nöfnum og kennitölum gerður þegar lokað hefur verið fyrir söfnunina.  Kjánaprik, prakkarar og skemmdarvargar geta því eytt tíma sínum í að skrá inn Bart Simpson eða Kaptein Kirk hafi þeir einhverja friðþægingu út úr því, en þessum skráningum er öllum eytt í yfirferð skráninga. 

Þá óskaði ég eftir því að skoðaðar væru margfaldar skráningar frá sömu IP-tölu til að koma í veg fyrir að einhver sæi sér leik í því að hrúga inn undirskriftum án þess að hafa til þess heimild viðkomandi aðila,“ skrifar Marínó en pistil hans má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert