Ekki horfið frá samningaleið

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á Alþingi.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á Alþingi.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag, að ekki hefði verið horfið frá svonefndri samningaleið við fiskveiðistjórnun. Hins vegar væru margar skoðanir á því hvernig útfæra eigi samningaleiðina.

Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýndi í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag, að ríkisstjórnin hefði horfið frá víðtæku samráði um málið  þegar verið væri að útfæra viðkvæm atriði. 

Jóhanna sagði, að kjarni samningaleiðarinnar væri að tryggja með afdráttarlausum hætti þá framkvæmd að auðlindirnar séu í eigu þjóðarinnar til ráðstöfunar af ríkinu. Það séu hins vegar margar skoðanir á því hvernig útfæra eigi samningaleiðina. Þannig séu skoðanir skiptar um hvað leigutími og afnotatími eigi að vera langur og uppi séu sjónarmið frá 10-20 árum til 40-65 ára. Þá séu skiptar skoðanir um hvernig fara eigi með kvótaaukningu.

Sagði Jóhanna að verið væri að skoða 4-6 álitaefni og flokkarnir séu að reyna að ná samstöðu um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert