Ekki horfið frá samningaleið

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á Alþingi.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á Alþingi.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði á Alþingi í dag, að ekki hefði verið horfið frá svo­nefndri samn­inga­leið við fisk­veiðistjórn­un. Hins veg­ar væru marg­ar skoðanir á því hvernig út­færa eigi samn­inga­leiðina.

Bjarni Bene­dikts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, gagn­rýndi í fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag, að rík­is­stjórn­in hefði horfið frá víðtæku sam­ráði um málið  þegar verið væri að út­færa viðkvæm atriði. 

Jó­hanna sagði, að kjarni samn­inga­leiðar­inn­ar væri að tryggja með af­drátt­ar­laus­um hætti þá fram­kvæmd að auðlind­irn­ar séu í eigu þjóðar­inn­ar til ráðstöf­un­ar af rík­inu. Það séu hins veg­ar marg­ar skoðanir á því hvernig út­færa eigi samn­inga­leiðina. Þannig séu skoðanir skipt­ar um hvað leigu­tími og af­nota­tími eigi að vera lang­ur og uppi séu sjón­ar­mið frá 10-20 árum til 40-65 ára. Þá séu skipt­ar skoðanir um hvernig fara eigi með kvóta­aukn­ingu.

Sagði Jó­hanna að verið væri að skoða 4-6 álita­efni og flokk­arn­ir séu að reyna að ná sam­stöðu um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka