Háskólinn býður í aldarafmæli

Frá sýningu sprengjugengisins í fyrra.
Frá sýningu sprengjugengisins í fyrra.

Háskóli Íslands býður þjóðinni í heimsókn á laugardag í tilefni af aldarafmæli skólans.

Hefst dagskráin á laugardag með athöfn á Háskólatorgi kl. 11, þar sem Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra opnar árlegan kynningardag háskólanna. Að lokinni setningarathöfn tekur við  dagskrá sem stendur til klukkan 16 í Háskólatorgi,  Aðalbyggingu, Gimli, Odda,  Öskju og Háskólabíói þar sem Sprengjugengið svonefnda verður með fjórar sýningar.

Hægt er að sjá dagskrána á vef Háskóla Íslands. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert