Neyddust til að hætta sanddælingu í bili

Sanddæluskipið Skandia.
Sanddæluskipið Skandia.

Sanddæluskipið Skandia neyddist til að hækka dælingu í Landeyjarhöfn um kl. 17 í dag vegna veðurs. Talsvert bætti í vind þegar leið á daginn og neyddust skipverjar að gera hlé á dælingu eftir að hafa tekið þrjá farma af sandi úr höfninni.

Guðjón Egilsson, hjá Íslenska gámafélaginu, sem gerir skipið út, segir að ölduhæð hafi verið um tveir metrar í dag, en eftir að hvessti hafi menn ákveðið að bíða og sjá til hvernig staðan verður á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert