Sjálfstæðismenn í Kópavogi skora á forsetann

Icesave.
Icesave.

Stjórn Sjálfstæðisfélagsins Baldurs í Kópavogi sendi á dag frá sér áskorun á forseta Íslands um að undirrita ekki lög um ríkisábyrgð á Icesave og vísa þeim þar með til úrskurðar íslensku þjóðarinnar á nýjan leik.

Í áskoruninni er dregið í efa að lögin standist 77. grein stjórnarskrárinnar og þar segir ennfremur:

„Það hefur verið fullyrt að „IceSave III“ lögin séu hagstæðari en fyrri lög um sama efni. Á það skal bent að höfuðstóll kröfunnar mun enn vera sá sami og fyrr en vextirnir örlítið hagstæðari. Því felst enn geysileg fjárhagsleg áhætta í samningnum fyrir skattgreiðendur, enda er ekki á vísan að róa með söluvirði eigna þrotabús Landsbankans né heldur gengisþróun gjaldmiðils okkar ekki hvað síst.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert