Telur söfnunina marklausa

Prófíll Teits á bloggsíðu hans.
Prófíll Teits á bloggsíðu hans.

Teit­ur Atla­son blogg­ari kveðst undr­ast þau hörðu viðbrögð sem til­raun­ir hans með und­ir­skrift­ar­söfn­un gegn Ices­a­ve-sam­komu­lag­inu hafa vakið. Teit­ur seg­ir ábyrgðina liggja hjá þeim sem standa að baki söfn­un­inni.

Söfn­un­in hef­ur farið fram á vefn­um kjos­um.is og hafa aðstand­end­ur hans gefið út að til­raun­ir til að spilla söfn­un­inni verði kærðar til rík­is­lög­reglu­stjóra.

Teit­ur aug­lýsti fyrr í vik­unni að hann hefði skráð bull­nöfn á vef­inn, á borð við Bart Simp­son, til að sýna fram á að und­ir­skrifta­söfn­un­in væri mark­laus.

Hann tel­ur eng­an grund­völl fyr­ir mál­sókn gegn sér vegna at­hæf­is­ins.

„Ann­ars held ég að úti­lokað sé að sak­fella mig fyr­ir eitt­hvað.  Ef ég fer af stað með ein­hverja illa ígrundaða und­ir­skrifta­söfn­un og ein­hver svindl­ar í henni, er virki­lega kom­in grund­völl­ur til mál­sókn­ar fyr­ir mig gegn svindlar­an­um?  Það tel ég út­lokað.  Í fyrsta lagi þá notaði ég ekki kenni­töl­ur neins til þess að svindla.  Ég notaði kenni­töl­ur sem að þetta for­rit gaf upp.  Þær kenni­töl­ur sem ég notaði, til­heyra eng­um.  Nöfn­in sem ég notaði til­heyra eng­um (nema al­nöfn­un­um og nöfn­um mín­um Ara­son­um).  Allt tal um mál­sókn gegn mér er aug­ljós moðreyk­ur.“

Hann tel­ur málið grát­legt.

„Mér finnst þetta mál vera pínu­lítið sorg­legt. það er vaðið af stað í gegn­um hug­sjóna­eld­inn og rusla upp ein­hverri und­ir­skrifta­söfn­un.  Siðan er barið sér á brjóst og hnef­inn kreppt­ur.  Ef þetta ágæta fólk sem stend­ur að þess­ari und­ir­skrifa söfn­un hefið bara DRULL­AST til að gera þetta al­menni­lega, þá hværi hugsna­lega ein­hver vigt í þessu. (höf­um í huga að sleifa­lags­hátt­ur ís­lend­inga er þjóðarmein).“

Bloggsíða Teits.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert