Víða hálka og hálkublettir

Víða er hálka eða hálkublettir á vegum landsins
Víða er hálka eða hálkublettir á vegum landsins mbl.is/Golli

Á Suðurlandi er hálka eða hálkublettir nokkuð víða á útvegum. Á Vesturlandi eru víða hálka eða hálkublettir og snjóþekja er á Bröttubrekku.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Vestfjörðum er víða hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Hálka og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði en þæfingsfærð er á Klettshálsi.

Á Norðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum og á Norðaustur- og á Austurlandi er hálka á flestum leiðum inn til landsins og  víða hálkublettir með ströndinni. Ófært er á Breiðdalsheiði.

Á Suðausturlandi er vegir auðir.

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vilja vara vegfarendur á Austurlandi við mikilli umferð hreindýra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert