Vilja reisa virkjun í Glerárdal

Glerá.
Glerá.

Fallorka ehf. hefur óskað eftir því að fá heimild til að reisa 2 MW vatnsaflsvirkjun í Glerárdal við Akureyri. Bæjarráð Akureyrar fjallaði um málið í dag en frestaði því að afgreiða það. 

Fallorka óskar eftir því að Akureyrarbær taki afstöðu til breytingar á aðal- og deiliskipulagi Glerárdals og hefji þá vinnu með það fyrir augum að  heimila virkjunina.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, bæjarfulltrúi V-lista, lét bóka, að um leið og Vinstrihreyfingin grænt framboð fagni áformum um virkjun „bæjarlækjarins" á Akureyri leggi flokksmenn  mikla áherslu á að unnið verði að deiliskipulagi sem nái  til alls Glerárdals sem útivistarsvæðis og náttúruperlu en ekki verði eingöngu miðað við skipulag sem lúti að tiltekinni virkjun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert