BSRB átelur launahækkun dómara

Merki BSRB.
Merki BSRB.

BSRB átel­ur ákvörðun kjararáðs um sér­stakt tíma­bundið álag á laun til hæsta­rétt­ar­dóm­ara og dóm­ara við Héraðsdóm Reykja­vík­ur í nýrri álykt­un. Ákvörðunin hljóti að slá tón­inn í yf­ir­stand­andi kjaraviðræðum og þær stétt­ir sem búa við mikið álag hljóti að vænta sömu upp­bót­ar.

Í álykt­un­inni seg­ir enn­frem­ur að það sé ólíðandi að á meðan rík­is­valdið fá­ist ekki til að ganga frá kjara­samn­ing­um við starfs­menn sína skuli kjararáð hækka laun dóm­ara.

Starf dóm­ara sé mik­il­vægt og eng­um vafa er und­ir­orpið að mikið álag hafi verið á þeim í kjöl­far efna­hags­hruns­ins. Það eigi hins veg­ar við um fjöl­marg­ar aðrar stétt­ir. Við mik­inn niður­skurð til al­mannaþjón­ust­unn­ar hafi álagið á starfs­menn henn­ar auk­ist veru­lega, jafn­hliða aukn­um verk­efn­um með brýnni þörf og færri starfs­mönn­um. Ákvörðunin hljóti því að slá tón­inn í yf­ir­stand­andi kjaraviðræðum og þær stétt­ir sem búi við mikið álag hljóti að vænta sömu upp­bót­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert