Dómarar fá 101.000 kr. launahækkun

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Kjararáð hef­ur ákveðið að hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar og dóm­ar­ar við Héraðsdóm Reykja­vík­ur skuli fá sér­stakt tíma­bundið álag á laun allt til 31. janú­ar árið 2013 vegna tíma­bund­ins álags á dóm­stól­un­um. Launa­hækk­un­in gild­ir frá og með 1. fe­brú­ar sl. og er ákvörðuð 20 ein­ing­ar á mánuði. Hver ein­ing er 1% af 126. launa­flokki kjararáðs, sem er 5.058 kr. í dag. Heild­ar­hækk­un­in er því rúm­lega 101 þúsund kr. á mánuði.

Dóm­ar­ar máttu líkt og aðrir æðstu emb­ætt­is­menn, auk alþing­isþing­manna og ráðherra, taka á sig launa­lækk­un eft­ir laga­setn­ingu Alþing­is í lok árs 2008 og 2009. Þá var kjararáði falið að ákveða lækk­un launa þeirra sem und­ir það heyra um 5-15%. Átti að gæta þess að föst laun fyr­ir dag­vinnu yrðu ekki hærri en föst laun for­sæt­is­ráðherra. Í úr­sk­urði kjararáðs um launa­hækk­un dóm­ara er á það bent að skv. lög­un­um var kjararáði óheim­ilt til nóv­em­ber­loka 2010 að end­ur­skoða til hækk­un­ar úr­sk­urði sína. Þessi lög bindi því ekki leng­ur hend­ur kjararáðs.

„Kjararáð tel­ur rétt að bregðast við miklu álagi á dóm­ara við Héraðsdóm Reykja­vík­ur og Hæsta­rétt, sem ræt­ur á að rekja til flók­inna og um­fangs­mik­illa mála vegna efna­hags­hruns­ins, með því að taka ákvörðun um að greiða þeim sér­stakt tíma­bundið álag á föst laun,“ seg­ir í rök­stuðningi kjararáðs.

2 full­trú­ar segja hækk­un ótíma­bæra vegna fjölg­un­ar dóm­ara

Segja þær að þar sem stigið hafi verið ákveðið skref til að fjölga dómur­um til að mæta auknu álagi sé ekki tíma­bært að taka ákvörðun um að greiða dómur­um sér­stakt tíma­bundið álag á föst laun þeirra.

Jón­as Þór Guðmunds­son skil­ar einnig sér­at­kvæði, seg­ist styðja ákvörðun­ina en vill að launa­hækk­un­in nái til allra dóm­ara við héraðsdóm­stóla lands­ins og verði ótíma­bund­in.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka