Dómarar fá 101.000 kr. launahækkun

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Kjararáð hefur ákveðið að hæstaréttardómarar og dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur skuli fá sérstakt tímabundið álag á laun allt til 31. janúar árið 2013 vegna tímabundins álags á dómstólunum. Launahækkunin gildir frá og með 1. febrúar sl. og er ákvörðuð 20 einingar á mánuði. Hver eining er 1% af 126. launaflokki kjararáðs, sem er 5.058 kr. í dag. Heildarhækkunin er því rúmlega 101 þúsund kr. á mánuði.

Dómarar máttu líkt og aðrir æðstu embættismenn, auk alþingisþingmanna og ráðherra, taka á sig launalækkun eftir lagasetningu Alþingis í lok árs 2008 og 2009. Þá var kjararáði falið að ákveða lækkun launa þeirra sem undir það heyra um 5-15%. Átti að gæta þess að föst laun fyrir dagvinnu yrðu ekki hærri en föst laun forsætisráðherra. Í úrskurði kjararáðs um launahækkun dómara er á það bent að skv. lögunum var kjararáði óheimilt til nóvemberloka 2010 að endurskoða til hækkunar úrskurði sína. Þessi lög bindi því ekki lengur hendur kjararáðs.

„Kjararáð telur rétt að bregðast við miklu álagi á dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt, sem rætur á að rekja til flókinna og umfangsmikilla mála vegna efnahagshrunsins, með því að taka ákvörðun um að greiða þeim sérstakt tímabundið álag á föst laun,“ segir í rökstuðningi kjararáðs.

2 fulltrúar segja hækkun ótímabæra vegna fjölgunar dómara

Segja þær að þar sem stigið hafi verið ákveðið skref til að fjölga dómurum til að mæta auknu álagi sé ekki tímabært að taka ákvörðun um að greiða dómurum sérstakt tímabundið álag á föst laun þeirra.

Jónas Þór Guðmundsson skilar einnig sératkvæði, segist styðja ákvörðunina en vill að launahækkunin nái til allra dómara við héraðsdómstóla landsins og verði ótímabundin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert