Fær ekki að leiða vitni fyrir dóm

mbl.is/GSH

Hæstirétt­ur hef­ur staðfest úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­vík­ur um að hafna kröfu Þor­steins Inga­son­ar um að fá að leiða 16 nafn­greind vitni fyr­ir dóm í tengsl­um við skaðabóta­mál sem Þor­steinn höfðaði á hend­ur Búnaðarbanka Íslands fyr­ir ára­tug.

Þau sem Þor­steinn vildi kalla sem vitni eru Ólaf­ur Davíðsson, Bald­ur Guðlaugs­son, Sæv­ar Þór Sig­ur­geirs­son, Jón Sveins­son, Guðmund­ur Ólason, Bene­dikt Árna­son, Skarp­héðinn Berg Stein­ars­son, Finn­ur Ing­ólfs­son, Ólaf­ur Ólafs­son, Mar­geir Daní­els­son, Axel Gísla­son, Kristján Lofts­son, Krist­inn Hall­gríms­son, Knút­ur Þór­halls­son, Sig­urður Jóns­son og Hild­ur Árna­dótt­ir. Þess­ir ein­stak­ling­ar komu að sölu á Búnaðarbank­ans til S-hóps­ins svo­nefnda árið 2003. 

Þor­steinn höfðaði árið 2001 mál á hend­ur Búnaðarbanka Íslands og krafðist 500 millj­óna króna í skaðabæt­ur vegna fals­ana á víxl­um sem hefðu leitt til þess að bank­inn gekk að eign­um hans. Málið var síðan fellt niður árið 2004 vegna ónógra sönn­un­ar­gagna. Þor­steinn hef­ur  reynt að höfða málið að nýju en því hef­ur jafn­an verið vísað frá dómi.

Þor­steinn tel­ur, að krafa hans á hend­ur Búnaðarbank­an­um kunni að hafa haft áhrif á sölu­verð bank­ans, þegar ís­lenska ríkið seldi hann hópi fjár­festa í janú­ar 2003. Bend­ir hann meðal ann­ars á að kaup­verð bank­ans hafi lækkað um rúm­ar 530 millj­ón­ir króna frá samn­ings­drög­um í nóv­em­ber 2002 þar til end­an­leg­ur samn­ing­ur var gerður í janú­ar 2003.

Því vildi Þor­steinn fá að taka vitna­skýrslu af þeim sem komu að söl­unni, bæði fyr­ir hönd kaup­enda og selj­enda, til þess að inna þá eft­ir því hvaða meðferð skaðabótakrafa hans hlaut við sölu bank­ans og hvort og að hve miklu leyti hún hafði áhrif til lækk­un­ar á end­an­legu kaup­verði bank­ans.

Taldi Þor­steinn að ef um­rædd­ir menns taðfestu að kaup­end­ur bank­ans hafi fengið af­slátt af áður um­sömdu kaup­verði bank­ans gæti fal­ist viður­kenn­ing á rétt­mæti kröfu Þor­steins.

Héraðsdóm­ur seg­ir hins veg­ar, að Þor­steinn hafi  ekki haldið því fram að um­rædd vitni þekki þau at­vik sem leiddu til þess að hann varð fyr­ir meintu tjóni af hálfu Búnaðarbank­ans.  Þótt menn kunni að hafa rætt síðar meir um mögu­leg af­drif kröf­unn­ar í dóms­máli, sem kynni að verða rekið, og hafi hugs­an­lega látið þær vanga­velt­ur hafa áhrif á gerðir sín­ar og ákv­arðanir færi það ekki nein­ar sönn­ur fyr­ir því að kraf­an hafi í upp­hafi stofn­ast.

Taldi héraðsdóm­ur, og síðan Hæstirétt­ur, að til­gang­ur­inn með vitna­leiðslunni væri ekki sá að varpa ljósi á þau at­vik sem Þor­steinn taldi grund­völl skaðabóta­kröfu sinn­ar. Þótti Þor­steinn því ekki hafa lögv­arða hags­muni af því að vitna­leiðslan færi fram. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka