Ísland missti baráttuandann

Ólafur Stefánsson stekkur upp fyrir framan vörn Króata í leik …
Ólafur Stefánsson stekkur upp fyrir framan vörn Króata í leik um 6. sætið á HM. mbl.is/Golli

„Hvað varð um baráttuandann?“ spyr blaðamaðurinn Christer Ahl og á við íslenska handboltalandsliðið í pistli sínum á vefnum teamhandballnews. Ahl veltir því fyrir hvort Ólafur Stefánsson geti haldið áfram að draga vagninn fyrir íslenska liðið.

Ahl víkur sögunni að Sigfúsi Sigurðssyni línumanni og segir íslenska liðið hafa saknað hans sárt í leiknum á móti Þjóðverjum á HM í Svíþjóð, fyrsta leiknum sem liðið spilaði í milliriðli. Sigfús hafi verið tákngervingur þess baráttuanda sem ekki vottaði fyrir á mótinu.

En Íslendingar töpuðu sem kunnugt er leiknum og var róðurinn á mótinu þar með orðinn þungur.

Ahl rifjar upp á að HM 2007 hafi Ísland sýnt mikinn baráttuanda eftir tap gegn Úkraínu og rúllað upp Frökkum, 32-24.

Grein Ahl má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert