Landeyjarhöfn ekki opnuð fyrir helgi

Sanddæluskipið Skandia.
Sanddæluskipið Skandia.

Ekki mun takast að opna Landeyjarhöfn fyrir helgi. Sanddæluskipið Skandia vann við dýpkun hafnarinnar fram yfir hádegi í dag, en neyddist til að hætta dælingu vegna vaxandi ölduhæðar.

„Við leggjum alla áherslu á að opna höfnina svo að það sé hægt að nýta þessa góðu samgöngubót, en við ráðum ekki við veðrið,“ sagði Guðjón Egilsson, hjá Íslenska gámafélaginu sem gerir Skandia út.

Skipið dældi upp þremur förmum af sandi í dag og þremur förmum í gær. Skandia getur unnið ef ölduhæð er innan við 2 metrar, en öldu hæð hefur verið um og yfir 2 metrar síðustu tvo daga. Siglingastofnun spáir meiri ölduhæð um helgina, en í dag og því er óvíst hvort eitthvað verður hægt að vinna við dýpkun hafnarinnar um helgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert