Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar á vefsíðunni kjósum.is áttu í morgun fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, þar sem undirskriftirnar voru afhentar og framkvæmdin rædd.
Á kjósum.is er hvatt til þess að forseti vísi Icesave frumvarpinu til þjóðarinnar. Enn er hægt að skrifa undir áskorunina.
Jón Helgi Egilsson, einn forsvarsmanna kjósum.is, segir að á fundinum hafi verið rætt um aðferðafræði undirskrifasöfnunarinnar og hvernig farið var að því að sannreyna undirskriftirnar.
Nú sé málið alfarið í höndum forsetans.