Olíubrák hefur náð landi

Goðafoss.
Goðafoss. mbl.is/Sigurður Bogi

Olíubrák frá Goðafossi, sem strandaði í Óslóarfirði í gærkvöldi, hefur nú náð landi á Akerøya á Hvaler, að sögn norska strandeftirlitsins. Staðfest er að olía lekur úr tveimur tönkum á skipinu og grunur leikur á að það leki einnig úr þriðja tankinum.

Samkvæmt upplýsingum frá strandeftirlitinu er fjöldi skipa kominn á svæðið og unnið er að því að hreinsa olíu úr sjónum og hindra að hún berist víðar. Varðskip kom með fleiri flotgirðingar í morgun og von er á fleiri slíkum girðingum. Fyrstu flotgirðingunni var komið fyrir við Goðafoss snemma í nótt.

Sænska strandgæslan er einnig í viðbragðsstöðu en Goðafoss strandaði skammt frá sænsku ströndinni. 

Goðafoss er fast á skeri. Það hallast um sjö gráður. Lítill sjór er á svæðinu og veðrið er gott. Veðurspá gerir ráð fyrir svipuðu veðri næstu daga. 

Myndskeið af Goðafossi á strandstað 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert