Þrenns konar prófanir gerðar

Vefsíða kjósum.is
Vefsíða kjósum.is

Undirskriftum sem skráðar voru á vefsvæðinu kjosum.is fækkaði ekki nema um aðeins 0,5% eftir þrenns konar áreiðanleikapróf sem gerð voru í gær.

Rúmlega 37.700 undirskriftir voru skráðar þegar prófanir hófust og því fækkaði þeim ekki um nema rúmlega tvö hundruð. Undirskriftirnar verða afhentar Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 11 í dag.

Þrátt fyrir að formleg söfnun undirskrifta til afhendingar forsetanum hafi lokið klukkan tíu í gærmorgun hélt þeim áfram að fjölga og voru komnar yfir 41 þúsund þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert