Viðræðum vegna Elkem slitið

Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga.
Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga. mbl.is

Verkalýðsfélag Akraness hefur slitið viðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna Elkem og Klafa, en kjaradeilan var komin til ríkissáttasemjara. Forystumenn félagsins ætla að funda með starfsfólki um næstu skref.

Fundur var haldinn í kjaradeilunni á miðvikudaginn og segir Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins að hann hafi verið algjörlega árangurslaus. Hann segir að boðað verði til fundar með starfsmönnum í byrjun næstu viku, en það sé í höndum þeirra að taka ákvörðun um næstu skref. „Því miður er æði margt sem bendir til þess að það stefni í hörð átök á þessu svæði,“ segir Vilhjálmur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert