Tíu þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að innanríkisráðherra hefji undirbúning að flutningi Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar.
Í greinargerð með tillögunni er vísað til áskorunar sömu þingmanna, sem allir eru þingmenn Suðurkjördæmis, og oddvita meirihluta og minnihluta í sveitarstjórnum á Suðurnesjum, um að taka ákvörðun um flutning Gæslunnar og að lokið verði sem fyrst skoðun á kostum þess.
Miklu skipti að tekin verði ákvörðun og óvissu um framgang málsins verði eytt og þrýsti slæmt atvinnuástand á svæðinu á að málum verði hraðað sem kostur er.