Ánægður með að Icesave-lög voru samþykkt

Lee Buchheit og aðrir samningamenn Íslands.
Lee Buchheit og aðrir samningamenn Íslands.

Lee Buchheit, sem fór fyrir Icesave-samninganefndinni fyrir hönd Íslands, sagðist í samtali við Útvarpið telja, að lánshæfiseinkunn íslenska ríkissins mun hækka verði Icesave-lögin samþykkt.

Sagðist Buchheit ánægður með að Alþingi hafi samþykkt lögin með miklum meirihluta. Þingmenn hefðu farið ítarlega yfir öll gögn í málinu og kallað til sín fjölmarga sérfræðinga áður en þeir komust að niðurstöðu.

Þá var haft eftir Buchheit segir að Icesavesamningarnir væru viðunandi niðurstaða á óviðunandi vandamáli og skiljanlega séu sumir óánægðir með hana.

Frétt Ríkisútvarpsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka