Fjölbreytt dagskrá í HÍ

Fjölbreytt dagskrá verður í boði í Háskóla Íslands í dag.
Fjölbreytt dagskrá verður í boði í Háskóla Íslands í dag. mbl.is/Ómar

Mikið verður um að vera í Há­skóla Íslands í dag. Ekki aðeins verður ald­araf­mæli skól­ans fagnað held­ur er Há­skóla­dag­ur há­skól­anna á Íslandi í dag og af því til­efni verður opið hús í HÍ og fjöl­breytt dag­skrá í boði milli kl. 11 og 16.

Katrín Jak­obs­dótt­ir mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra opn­ar Há­skóla­dag­inn kl. 11 á Há­skóla­torgi HÍ og í fram­haldi af því tek­ur við dag­skrá þar sem sam­an er blandað nám­skynn­ingu, fræðum og miklu fjöri fyr­ir alla. 

Í til­kynn­ingu seg­ir að um sé að ræða afar mynd­ræna og skemmti­lega hluti sem sýna starf Há­skóla Íslands í hnot­skurn. Sýn­ing­ar Sprengju­geng­is­ins hafa iðulega vakið mikla at­hygli og verða þær kl. 12, 13, 14 og 15 í Há­skóla­bíói. 

Dag­skrá­in mun fara fram á Há­skóla­torgi, í Aðal­bygg­ingu, Gimli, Odda, Öskju og Há­skóla­bíói.  

Yf­ir­lit yfir alla viðburði dags­ins hjá HÍ má finna hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert