Fjölbreytt dagskrá í HÍ

Fjölbreytt dagskrá verður í boði í Háskóla Íslands í dag.
Fjölbreytt dagskrá verður í boði í Háskóla Íslands í dag. mbl.is/Ómar

Mikið verður um að vera í Háskóla Íslands í dag. Ekki aðeins verður aldarafmæli skólans fagnað heldur er Háskóladagur háskólanna á Íslandi í dag og af því tilefni verður opið hús í HÍ og fjölbreytt dagskrá í boði milli kl. 11 og 16.

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opnar Háskóladaginn kl. 11 á Háskólatorgi HÍ og í framhaldi af því tekur við dagskrá þar sem saman er blandað námskynningu, fræðum og miklu fjöri fyrir alla. 

Í tilkynningu segir að um sé að ræða afar myndræna og skemmtilega hluti sem sýna starf Háskóla Íslands í hnotskurn. Sýningar Sprengjugengisins hafa iðulega vakið mikla athygli og verða þær kl. 12, 13, 14 og 15 í Háskólabíói. 

Dagskráin mun fara fram á Háskólatorgi, í Aðalbyggingu, Gimli, Odda, Öskju og Háskólabíói.  

Yfirlit yfir alla viðburði dagsins hjá HÍ má finna hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert