Framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna skorar á forseta Íslands að vísa nýsamþykktum Icesave-lögum til þjóðarinnar.
Segir í ályktun að íslenska þjóðin eigi að eiga síðasta orðið um Icesave samninginn sem ljóst sé að feli í sér þungar en löglausar byrðar fyrir Íslendinga og komandi kynslóðir.
„Framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna harmar það að meirihluti þingmanna ríkisstjórnarflokkanna hafi neitað íslensku þjóðinni um það að fá að taka þessa ákvörðun sjálfa. Það er dapurlegt ekki síst í ljósi þess að í áherslum þessara flokka kveður skýrt á um mikilvægi þjóðaratkvæðagreiðslna og aukins lýðræðis," segir í ályktuninni.