Viðurstyggileg móðgun við landsmenn

Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir á heimasíðu sinni að hundrað þúsund króna mánaðar­bón­us handa dómur­um  sé viður­styggi­leg móðgun við lands­menn.

„Lífið á Íslandi er svona: Það stend­ur yfir björg­un sam­fé­lags og all­ir leggja meira á sig fyr­ir minna fé en áður. Þetta hef­ur þótt svo sjálfsagt að karl­ar og kon­ur um allt land hafa ekki lagst í neina sér­staka meðaumk­un; miklu frem­ur að hver og einn hafi þakkað fyr­ir að hafa þó vinnu …

Þjóðin hef­ur enda alltaf keyrt upp herðarn­ar á móti erfiðum aðstæðum - og tekið slag­inn; við kyrr og kröpp kjör­in. Ekki heimtað eitt­hvað um­fram … ef öðrum þarf að bjarga. Því­líkt og annað eins hef­ur alltaf verið sjálf­boðið.

Hundrað þúsund króna mánaðar­bón­us handa dómur­um, sem ein­mitt þessa dag­ana eru að taka á bónusvæðingu Íslands á síðustu árum, er viður­styggi­leg móðgun við lands­menn. Ekk­ert minna …" seg­ir Sig­mund­ur Ern­ir á heimasíðunni.

Heimasíða Sig­mund­ar Ern­is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert