Samtök þjóðar gegn Icesave segjast í yfirlýsingu fagna því að forseti Íslands, hafi synjað lögum um Icesave staðfestingar og vísað málinu til þjóðarinnar.
„Íslenska þjóðin á nú kost á að taka afstöðu til ólögvarðra krafna Breta og Hollendinga á hendur sér," segir í yfirlýsingunni.
Þar kemur fram, að klukkan 15 í dag hefðu um 42.400 manns skrifað undir áskorun til forsetans á vefnum kjosum.is.