Forsetaembættið sannreyndi undirskriftir

Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í dag. mbl.is/Júlíus

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði á blaðamannafundi á Bessastöðum í dag, að skrifstofa hans hefði haft samband við hluta þeirra, sem skráðu sig á vef kjósum.is til að sannreyna undirskriftirnar.

Ólafur Ragnar sagði, að aðstandendur söfnunarinnar hefðu gert smá áreiðanleikakönnun og hringt í um 100 manns. Niðurstaðan hefði verið að 93% þeirra, sem náðist í, hefðu staðfest undirskriftir sínar.

„Við ákváðum að hringja í fleiri en aðstandendur söfnunarinnar gerðu," sagði Ólafur Ragnar. „Við náðum í þorrann af þeim sem við reyndum að ná í og 99% af þeim, sem við náðum í, játuðu því að hafa sett nafnið sitt á þessa lista," sagði Ólafur Ragnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert