Blaðamannafundur á Bessastöðum

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað blaðamenn á sinn …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað blaðamenn á sinn fund á Bessastöðum í dag. mbl.is

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, boðaði rétt í þessu til blaðamanna­fund­ar á Bessa­stöðum klukk­an 15 í dag og mun þar, skv. heim­ild­um mbl.is, til­kynna niður­stöðu sína í Ices­a­ve mál­inu.

Alþingi samþykkti á miðviku­dag lög um að fjár­málaráðherra fái heim­ild til að staðfesta samn­inga, sem gerðir voru í des­em­ber við Breta og Hol­lend­inga um Ices­a­ve-málið. For­set­inn fékk frum­varpið til staðfest­ing­ar þá um kvöldið.

Aðstand­end­ur vefsíðunn­ar kjos­um.is af­hentu for­seta Íslands á föstu­dag lista með nöfn­um 37.488 Íslend­inga sem skrifað höfðu und­ir yf­ir­lýs­ingu þar sem for­set­inn er hvatt­ur til þess að synja lög­un­um staðfest­ing­ar, og vísa þeim þannig til þjóðar­at­kvæðagreiðslu. 

Í morg­un höfðu rúm­lega 42.000 manns skrifað und­ir yf­ir­lýs­ing­una á vefn­um. 

Ólaf­ur Ragn­ar lýsti því yfir á föstu­dag að málið væri erfitt og flókið. Alþingi hafi fjallað um málið vik­um og mánuðum sam­an, og því væri eðli­legt að hann taki sér nokk­urra daga umþótt­un­ar­tíma. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka