Forsetinn staðfestir ekki

00:00
00:00

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, til­kynnti á Bessa­stöðum í dag að hann hefði ákveðið að synja nýju Ices­a­ve-frum­varpi staðfest­ing­ar og vísa því til þjóðar­inn­ar.

Ólaf­ur Ragn­ar sagði í yf­ir­lýs­ingu, sem hann las, að þjóðin hafi orðið lög­gjafi í Ices­a­ve-mál­inu á síðasta ári eins og það lá fyr­ir.

Grund­vall­ar­atriðið, sem hljóti að ráða niður­stöðu for­set­ans, hvað sem líði kost­um hinna nýju samn­inga, sé að þjóðin hafi farið með lög­gjaf­ar­vald í Ices­a­ve mál­inu og ekki hafi tek­ist að skapa víðtæka sátt um að Alþingi ráði nú eitt niður­stöðu máls­ins.

„Það er ein­læg von mín að sem flest­ir lands­menn, bæði stuðnings­menn frum­varps­ins og aðrir, nýti lýðræðis­leg­an rétt sinn í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni sem fara mun fram svo fljótt sem auðið er," sagði Ólaf­ur Ragn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert