Forsetinn staðfestir ekki

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti á Bessastöðum í dag að hann hefði ákveðið að synja nýju Icesave-frumvarpi staðfestingar og vísa því til þjóðarinnar.

Ólafur Ragnar sagði í yfirlýsingu, sem hann las, að þjóðin hafi orðið löggjafi í Icesave-málinu á síðasta ári eins og það lá fyrir.

Grundvallaratriðið, sem hljóti að ráða niðurstöðu forsetans, hvað sem líði kostum hinna nýju samninga, sé að þjóðin hafi farið með löggjafarvald í Icesave málinu og ekki hafi tekist að skapa víðtæka sátt um að Alþingi ráði nú eitt niðurstöðu málsins.

„Það er einlæg von mín að sem flestir landsmenn, bæði stuðningsmenn frumvarpsins og aðrir, nýti lýðræðislegan rétt sinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fara mun fram svo fljótt sem auðið er," sagði Ólafur Ragnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka