Hollensk stjórnvöld: Samningur liggur fyrir

Niels Redeker, talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins, segir í samtali við Morgunblaðið að stjórnvöld í Hollandi líti svo á að samningaviðræðum um Icesave sé lokið.

Sagði Redeker, að samningur liggi á borðinu og það sé svo íslenskra stjórnvalda að leiða málið til lykta.

Hann segist vera viss um að íslensk stjórnvöld fari nú vandlega yfir málið og muni svo upplýsa hollensk stjórnvöld um stöðu mála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert