Fréttaskýring: Skýrir kostir í stöðunni

Samninganefndin kynnir Icesave-samningana.
Samninganefndin kynnir Icesave-samningana. mbl.is/Kristinn

Afar ólík­legt er að sest verði aft­ur að samn­inga­borði, að mati Lárus­ar Blön­dal, full­trúa stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Ices­a­ve-samn­inga­nefnd­inni síðustu. Hann tel­ur því að kost­irn­ir séu skýr­ir í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni, að skrifa und­ir samn­ing­ana eða fara dóm­stóla­leiðina.

Lár­us seg­ir það til­finn­ingu samn­inga­nefnd­ar­inn­ar – sem aft­ur hafi end­ur­spegl­ast í máli þing­manna við meðferð máls­ins í þing­inu – að ekki verði náð betri samn­ing­um en þeim sem liggja fyr­ir. „En mér finnst þetta einnig snúa frek­ar að því hvort menn vilji yf­ir­leitt semja. Það er það sem stend­ur upp úr núna.“

Hann seg­ir einnig mik­il­vægt að samn­ing­arn­ir verði kynnt­ir þjóðinni svo hægt sé að taka upp­lýsta ákvörðun. Í því sam­hengi bend­ir Lár­us á, að hann heyri í sí­fellu sjón­ar­mið sem eigi ekk­ert við um samn­ing­ana „og afar auðvelt væri að upp­lýsa fólk um sann­leik­ann, þannig að það sé ekki að mynda sér skoðanir út frá ein­hverju sem á sér ekki stoð í raun­veru­leik­an­um“.

Meðal þess sem hann seg­ist hafa heyrt er að ekki þurfi að greiða neitt meira þó svo far­in verði dóm­stóla­leiðin og málið tap­ist. „Það er und­ar­legt hvernig menn kom­ast að þeirri niður­stöðu. Við erum að semja um vexti sem eng­inn ann­ar er að fá í heim­in­um og ef menn tapa dóms­máli þá er aðeins um að ræða gjald­fallna kröfu með hæstu vöxt­um, sem yrðu án efa hærri en upp­haf­leg­ir um­samd­ir vext­ir.“

Lár­us seg­ist einnig vera mjög bjart­sýnn á að úr þrota­búi Lands­bank­ans fá­ist að fullu upp í for­gangs­kröf­ur. Því sé þetta aðeins spurn­ing um vexti. Fari hins veg­ar í hart og málið fyr­ir dóm­stóla munu Bret­ar og Hol­lend­ing­ar einnig gera kröfu um að ís­lenska ríkið beri ábyrgð á inni­stæðunum að fullu. „Og ofan á það koma svo vext­ir. Þannig að í versta falli erum við að tala um mörg hundruð millj­arða.“ Sam­kvæmt samn­ing­un­um þarf að greiða um 47 millj­arða króna.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert