Tími samninga er liðinn

Ólafur Ragnar Grímsson les upp yfirlýsingu sína á Bessastöðum í …
Ólafur Ragnar Grímsson les upp yfirlýsingu sína á Bessastöðum í dag. mbl.is/Golli

Hollensk stjórnvöld segja,  að tími samninga um Icesave-málið sé liðinn.

„Samningaþætti málsins er lokið en það er ekki undir okkur komið hvernig Ísland heldur á málinu. Við erum viss um að íslenska ríkisstjórnin mun íhuga þessa nýju stöðu og að við munum heyra frá henni innan tíðar," hefur Reutersfréttastofan eftir Niels Redeker, talsmanni hollenska fjármálaráðuneytisins. 

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að vísa Icesave-frumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert