Tvöfaldar kosningar hugsanlegar

Í kjördeild vegna stjórnlagaþingskosninga í Reykjavík.
Í kjördeild vegna stjórnlagaþingskosninga í Reykjavík. mbl.is/Ernir

„Ég held að menn hljóti að skoða það núna í framhaldi af þessari ákvörðun forsetans hvort að það geti verið flötur á því að það fari þá fram uppkosning til stjórnlagaþings samhliða þeirri kosningu [þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave]. Þá er þetta kostnaðarspursmál sem menn hafa verið að líta til ekki lengur fyrir hendi,“ segir Ágúst Geir Ágústsson, formaður starfshóps um viðbrögð við ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningar til stjórnlagaþings.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, lagði til þennan möguleika í viðtali eftir ákvörðun forseta í dag. Segir Ágúst Geir að það verði að teljast líklega niðurstaða þó að nefndin eigi eftir að fjalla um málið og meta út frá þeirri stöðu sem nú er uppi.

Eðlilegast og réttast sé út frá lagalegum sjónarmiðum að kosið verði að nýju á milli þeirra 522 frambjóðenda sem voru í kjöri í upphaflegu kosningunum til stjórnlagaþings.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert